Fara í efni

Auglýsing um alþingiskosningar

Fréttir
Alþingiskosningar verða haldnar laugardaginn 29. október 2016. Frá 19. október 2016 til kjördags liggur kjörskrá Langanesbyggðar vegna alþingiskosninganna frammi á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn og í versluninni Mónakó að Hafnargötu 4 á Bakkafirði.

Alþingiskosningar verða haldnar laugardaginn 29. október 2016. Frá 19. október 2016 til kjördags liggur kjörskrá Langanesbyggðar vegna alþingiskosninganna frammi á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn og í versluninni Mónakó að Hafnargötu 4 á Bakkafirði.

Rétt til að kjósa á kjörfundi á kosningadaginn 29. október 2016, hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá. Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki með mynd. Kjósendum er bent á að mæta tímalega á kjörstað og neyta kosningaréttar síns.

Langanesbyggð er skipt niður í eftirfarandi tvær kjördeildir:

  • Kjördeild I – Félagsheimilið Þórsver, Þórshöfn
    Kjördeild II - Grunnskólinn á Bakkafirði

Kjörfundir hefjast kl 10:00 og þeim lýkur kl 18:00. Þó gæti kjörfundur staðið til kl.22:00 samanber 89. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 sem hljóðar svo:
"Atkvæðagreiðslu má ekki slíta fyrr en átta klukkustundir eru liðnar frá því að kjörfundur hófst og ekki fyrr en hálf klukkustund er liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Atkvæðagreiðslu má þó slíta er allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði og eftir fimm klukkustundir ef öll kjörstjórnin og umboðsmenn eru sammála um það, enda sé hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal þó eigi slíta síðar en kl. 22 á kjördag. Þeir kjósendur, sem hafa gefið sig fram fyrir þann tíma, eiga þó rétt á að greiða atkvæði."

Allar nánari upplýsingar um framkvæmd alþingiskosninganna má finna á upplýsingavefnum http://www.kosning.is/.

Yfirkjörstjórn Langanesbyggðar, 
Gunnlaugur Ólafsson sími: 862-2916
Guðrún Stefánsdóttir
Jón Marinó Oddsson

Aðsetur yfirkjörstjórnar er að skrifstofu Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3, Þórshöfn