Fara í efni

Auglýsing um forsetakosningar

Fundur
Forsetakosningar verða haldnar laugardaginn 30. júní 2012. Frá 20. júní 2012 til kjördags liggur kjörskrá Langanesbyggðar vegna forsetakosninganna frammi á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarve

Forsetakosningar verða haldnar laugardaginn 30. júní 2012. Frá 20. júní 2012 til kjördags liggur kjörskrá Langanesbyggðar vegna forsetakosninganna frammi á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn og í anddyri skrifstofumegin í Grunnskólanum á Bakkafirði.

Rétt til að kjósa á kjörfundi á kosningadaginn 30. júní 2012, hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá. Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki með mynd. Kjósendum er bent á að mæta tímalega á kjörstað og neyta kosningaréttar síns.

Langanesbyggð er skipt niður í eftirfarandi tvær kjördeildir:

  • Kjördeild I - Grunnskólinn á Þórshöfn
    Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.
  • Kjördeild II Grunnskólanum á Bakkafirði
    Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.

Allar nánari upplýsingar um framkvæmd forsetakosninganna fást á upplýsingavefnum http://www.kosning.is/.

Yfirkjörstjórn Langanesbyggðar,
Oddur Skúlason, s. 861-2199
Marinó Oddsson
Kristín Kristjánsdóttir