Fara í efni

Auglýsing um kjörfund í Langanesbyggð vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 20.október 2012

Fundur
Tvær kjördeildir eru í Langanesbyggð, Grunnskólinn á Þórshöfn og Grunnskólinn á Bakkafirði.Kjörfundur verður settur kl.10:00 og stendur til kl.22:00 Þó gæti kjörfundur staðið til kl.18:00 samanber 89.

Tvær kjördeildir eru í Langanesbyggð, Grunnskólinn á Þórshöfn og Grunnskólinn á Bakkafirði.

Kjörfundur verður settur kl.10:00 og stendur til kl.22:00

Þó gæti kjörfundur staðið til kl.18:00 samanber 89. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 sem hljóðar svo:
"Atkvæðagreiðslu má ekki slíta fyrr en átta klukkustundir eru liðnar frá því að kjörfundur hófst og ekki fyrr en hálf klukkustund er liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Atkvæðagreiðslu má þó slíta er allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði og eftir fimm klukkustundir ef öll kjörstjórnin og umboðsmenn eru sammála um það, enda sé hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal þó eigi slíta síðar en kl. 22 á kjördag. Þeir kjósendur, sem hafa gefið sig fram fyrir þann tíma, eiga þó rétt á að greiða atkvæði."

Yfirkjörstjórn:
Oddur Skúlason
Jón Marinó Oddsson
Kristín Kristjánsdóttir