Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð
Tillaga að deiliskipulagi miðsvæðis við Bakkaveg og Vesturveg, Þórshöfn
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti þann 13. desember 2018 s.l. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi miðsvæðis við Bakkaveg og Vesturveg, Þórshöfn, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er 4,3 ha svæði á miðsvæði Þórshafnar og í tillögunni eru skilgreind lóðamörk núverandi byggðar, 1 ný íbúðarlóð og sex nýjar lóðir fyrir blandaða byggð. Þá eru skipulagðir göngustígar um svæðið og meðfram strandlengjunni við Bakkaveg.
Skipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins frá og með miðvikudeginum 6. febrúar 2019 til miðvikudagsins 27. mars og hér á heimasíðunni.
Greinargerð um tillögurnar má sjá hér og uppdrátt hér.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og merktar sendanda. Þær skulu berast í síðasta lagi 27. mars 2019 á skrifstofu sveitarfélagsins Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn, eða á netfangið skipulag@langanesbyggd.is.
Íbúar á skipulagssvæðinu eru hvattir til að kynna sér efnistök skipulagsins þar sem í skipulaginu eru skilgreind lóðamörk og þar með flatarmál lóða, byggingarreitir og nýtingarhlutfall.
Sveitarstjóri Langanesbyggðar