Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð

Fréttir

Sveitarstjórn Langanesbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt heildarendurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Þórshöfn skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Í tillögunum er skipulag hafnarsvæðis Þórshafnar endurskoðað vegna áforma um frekari uppbyggingar og starfsemi á svæðinu. Markmið skipulagsins er m.a. að auka athafnasvæði hafnarinnar með greiðu aðgengi að hafnarkanti, auka umferðaröryggi á svæðinu með bættum samgöngutengingum, styrkja hafnsækna starfsemi Þórshafnar með nýjum lóðum og byggingarheimildum og að skapa góð skilyrði fyrir smábátahöfn og viðlegurými.

Tillagan eru auglýst frá 20. júní til og með 2. ágúst 2024. Hægt er að skoða breytingartillögu aðalskipulags undir málsnúmeri 538/2024 og tillögu að heildarendurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Þórshöfn undir málsnúmeri 539/2024 á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, skipulagsgatt.is.

Tillögurnar munu jafnframt liggja frammi til kynningar á skrifstofu Langanesbyggðar og hér á heimasíðunni.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við Skipulagstillögurnar á skipulagsgatt.is undir fyrrnefndum málsnúmerum. Einnig er hægt að senda athugasemdir á skrifstofu sveitarfélagsins, Langanesveg 2, 680 Þórshöfn eða á netfangið bjorn@langanesbyggd.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og merktar sendanda. Þær skulu berast í síðasta lagi 2. ágúst 2024.

Hlekkir á tillögurnar eru hér fyrir neðan:
104037-grg-002-v04_adalskipulagsbreyting.pdf
103047-02-dsk-002-v05_deiliskipulag-hafnarsvaedis-a-thorshofn-a2l-000.pdf
103047-02-dsk-01-v04_dsk-hafnarsvaedis-a-thorshofn_greinargerd_landscape-2-.pdf


Sveitarstjóri Langanesbyggðar