Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð
Tillaga að deiliskipulagi – athafnasvæði á Þórshöfn
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti þann 18. júní s.l. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis við Þórshöfn skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er núverandi athafnasvæði og nærumhverfi þess norðan við byggðina á Þórshöfn og er 5 ha að stærð. Í tillögunni eru m.a. skilgreind lóðamörk fyrir athafnastarfsemi, afmörkun byggingarreita og nýtingarhlutfall.
Skipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins frá og með 24. júlí 2019 til 4. September og hér á heimasíðunni.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og merktar sendanda. Þær skulu berast í síðasta lagi 4. september á skrifstofu sveitarfélagsins Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn, eða á netfangið skipulag@langanesbyggd.is.
Sveitarstjóri Langanesbyggðar