Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð

Fréttir

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti þann 26. september s.l. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir kirkjugarð Þórshafnarkirkju, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Drög að deiliskipulagi lágu frammi til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins 26.-31. ágúst s.l.

Skipulagssvæðið er um 1,4 ha svæði umhverfis Þórshafnarkirkju við Sunnuveg á Þórshöfn. Land er að mestu raskað framræst land, skurðir og mói. Tilgangur skipulagsins er að skapa umgjörð fyrir trúariðkun og setja skilmála um framtíðar uppbyggingu kirkjugarðs við Þórshafnarkirkju. Viðfangsefni er m.a. skilgreining grafreita, gönguleiða, byggingarreita, aðkomu og bílastæða.

Skipulagstillagan verður aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn frá og með 2. október til 20. nóvember. Tillagan verður einnig aðgengileg hér.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og merktar sendanda. Þær skulu berast í síðasta lagi 20. nóvember 2019 á skrifstofu sveitarfélagsins Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn, eða á netfangið skipulag@langanesbyggd.is.