Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð

Fréttir

Skipulagslýsingar um fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 27. janúar 2022 að auglýsa og leita umsagnar um eftirtaldar skipulagslýsingar í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

 

Suðurbær Þórshafnar – skipulagslýsing fyrir deiliskipulag

Skipulagssvæðið er 29,2 hektarar í suðurbæ Þórshafnar. Svæðið er á landnotkunarreitum fyrir íbúðarsvæði og opnu svæði til sérstakra nota og að hluta hafnarsvæði samkvæmt Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027. Þar er nú íbúðarbyggð við Fjarðarveg og Sunnuveg og einkennast staðhættir af fjöru og móa. Tilgangur skipulagsins er að setja fram skilmála um framtíðaruppbyggingu á svæðinu og verða viðfangsefni meðal annars skilgreining á núverandi lóðarmörkum og nýjum íbúðar og þjónustulóðum. Þá verða byggingarreitir skilgreindir, gatnakerfi, stígar og dvalarsvæði.

Tengill á skipulagslýsinguna

Hafnarsvæði Þórshafnar – skipulagslýsing fyrir deiliskipulag

Skipulagssvæðið er um 18,5 hektarar á hafnarsvæði Þórshafnar en þar fer fram fjölbreytt hafnarstarfsemi. Tilgangur skipulagsins er að sameina breytingar sem hafa verið gerðar á eldra skipulagi (2007 m.s.br.) sem mun falla úr gildi og setja fram skilmála um framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Skipulagsmörk verða stækkuð frá eldra skipulagi til suðurs út fyrir hafnargarðinn og meðfram syðri hafnargarðinum og strandlínunni. Viðfangsefni deiliskipulagsins verða meðal annars skilgreining á lóðarmörkum, gatna- og stígakerfi og jafnframt er fyrirhuguð dýpkun hafnarinnar og framlenging á viðlegukanti vegna aukinna umsvifa á hafnarsvæðinu.

Tengill á skipulagslýsinguna

Ofantaldar skipulagslýsingar verða til sýnis á heimasíðu Langanesbyggðar www.langanesbyggd.is og aðgengilegar á skrifstofu sveitarfélagsins frá miðvikudeginum 2. febrúar. Óskað er eftir ábendingum og sjónarmiðum um efni þeirra frá almenningi og umsagnaraðilum. Ábendingar skulu vera skriflegar og merktar sendanda og „Skipulagslýsing-Suðurbær“ eða „Skipulagslýsing-Hafnarsvæði“.

Frestur til að skila inn ábendingum er til miðvikudagsins 23. febrúar 2022 og skal þeim skilað á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2 á Þórshöfn eða á netfangið skipulag@langanesbyggd.is.

Sveitarstjóri Langanesbyggðar