Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð

Fréttir

Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027:

Ný veglína yfir Brekknaheiði

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti þann 19. maí 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða breytingu á veglínu Norðausturvegar yfir Brekknaheiði á um 7,9 km kafla frá Langanesvegi að núverandi slitlagsenda í Vatnadal. Skipulagið felur í sér breytingu á stofnvegi á þéttbýlisuppdrætti Þórshafnar og sveitarfélagsuppdrætti Langanesbyggðar ásamt skilgreiningu á efnistökusvæðum í samræmi við framkvæmdina. Tillagan er sett fram á breytingarblaði dags. 10. maí 2022 (m.br. 01/07/22).

Tillagan verður til sýnis á opnunartíma skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2 en einnig má nálgast tillöguna HÉR. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og merktar sendanda.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. ágúst 2022. Þær skal senda á:

Langanesbyggð, skipulag
Langanesvegur 2, 680 Þórshöfn
eða á netfangið skipulag@langanesbyggd.is


Sveitarstjóri/verkefnastjóri Langanesbyggðar