Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð - Bakkafjarðarhöfn
Skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag fyrir Bakkafjarðarhöfn
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 30. nóvember 2023 að auglýsa skipulagslýsingu vegna vinnu við deiliskipulag Bakkafjarðarhafnar. Viðfangsefni og markmið deiliskipulagsins verða í samræmi við Aðalskipulag Langanesbyggðar 2007-2027 þar sem svæðið er að mestu skilgreint sem hafnar- og athafnasvæði.
Skipulagsvæðið er um 12 ha og er höfnin sunnan við þéttbýlið í Bakkafirði. Aðkoma að svæðinu er frá afleggjara sem liggur frá Hafnarvegi í Bakkafirði. Skipulagssvæðið afmarkast af Hafnarvegi í Bakkafirði í austri, fjöruborði og varnargarði í norðri, varnargarði og sjó í vestri og fjöruborði og varnargarði í suðri.
Skipulagslýsingin verður aðgengileg hér á heimasíðu Langanesbyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins frá miðvikudeginum 20. desember 2023. Óskað er eftir ábendingum og sjónarmiðum um efni lýsingarinnar frá almenningi og umsagnaraðilum.
Skipulagslýsing vegna Bakkafjarðarhafnar - Tengill
Ábendingar skulu vera skriflegar og merktar „Bakkafjarðarhöfn - skipulagslýsing“ og skal nafn sendanda, kennitala og heimilisfang koma fram. Þær skal senda á: Langanesbyggð Langanesvegur 2, 680 Þórshöfn eða á netfangið bjorn.sigurdur.larusson@langanesbyggd.is.
Skipulagslýsingin er jafnframt kynnt á Skipulagsgátt (www.skipulagsgatt.is) mál nr. 1033/2023 þar sem einnig er hægt að senda inn ábendingar.
Frestur til að skila inn ábendingum er til og með miðvikudagsins 10. janúar 2023. Ábendingar verða hafðar til hliðsjónar í skipulagsvinnunni en þeim verður ekki svarað með formlegum hætti.
Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri Langanesbyggðar