Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð – Verslunar- og þjónustusvæði að Skeggjastöðum í Bakkafirði
Skipulagslýsing
Byggðarráð Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 8. ágúst 2024 að auglýsa skipulagslýsingu vegna vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 og við nýtt deiliskipulag vegna verslunar- og þjónusvæðis að Skeggjastöðum í Bakkafirði. Markmið skipulagsins er m.a. að skilgreina heimildir til að reisa allt að 8 hýsi til útleigu. Um er að ræða sameiginlega lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag.
Skipulagsgögnin verða aðgengileg hér á heimasíðu Langanesbyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins frá föstudeginum 6. september 2024. Einnig er hægt að skoða skipulagslýsinguna í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á skipulagsgátt.is undir málsnúmeri 1059/2024 fyrir deiliskipulagið og 1060/2024 fyrir aðalskipulagsbreytinguna.
Óskað er eftir ábendingum og sjónarmiðum frá almenningi og umsagnaraðilum. Ábendingar skulu vera skriflegar og merktar „Verslunar- og þjónustusvæði að Skeggjastöðum“ - skipulagslýsing“ og skal nafn sendanda, kennitala og heimilisfang koma fram. Þær skal senda á: Langanesbyggð Langanesvegur 2, 680 Þórshöfn eða á netfangið bjorn.sigurdur.larusson@langanesbyggd.is. Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri í gegnum skipulagsgáttina undir fyrrnefndum málsnúmerum.
Frestur til að skila inn ábendingum er til og með föstudagsins 28. september 2024. Ábendingar verða hafðar til hliðsjónar í skipulagsvinnunni en þeim verður ekki svarað með formlegum hætti.
Tengill á skipulagslýsinguna er hér
ask-lan-br-skeggjastadir-lysing_2024-08-26.pdf
Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri Langanesbyggðar