Fara í efni

Auglýsing um útboð: Sorphirða í Langanesbyggð

Fréttir

Langanesbyggð óskar eftir tilboðum í verkið: Sorphirða í Langanesbyggð 2021 – 2023.

 

Verkið felst í söfnun úrgangs frá heimilum og stofnunum í Langanesbyggð og flutning annars vegar á urðunarstað og hins vegar til endurvinnslu. Verkið felst einnig í leigu á gámum til sveitarfélagsins og tæmingu þeirra, en gámar verða staðsettir á tveimur gámavöllum sem sveitarfélagið rekur (á Þórshöfn og Bakkafirði).

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Útboðsgögn fást send frá og með þrðjudeginum 25. maí 2021. Beiðni um gögn skal send á kolbrun@bonafide.is þar sem fram kemur nafn samskiptaaðila í útboði, símanúmer og netfang.

Tilboð skulu send rafrænt á netfangið kolbrun@bonafide.is eða skilað til Bonafide lögmanna, Pósthússtræti 3, Reykjavík fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 30. júní 2021 og verða þau opnuð þar.

Tilboð skulu auðkennd svo: „LAN-2021-1 - Langanesbyggð: Tilboð í sorphirðu“.