Auglýsing vegna deiliskipulagstillögu og urðunarsvæðis
Auglýsing deiliskipulagstillögu og umhverfisskýrslu
Tillaga að deiliskipulagi fyrir urðunarsvæði á Bakkafirði, Langanesbyggð, auk umhverfisskýrslu auglýsist hér með skv. 41. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Um er að ræða 3.75 ha svæði norðaustan þéttbýlisins á Bakkafirði en með deiliskipulaginu er þar gert ráð fyrir
áframhaldandi rekstri urðunar-, námu og geymslusvæði. Skipulagstillagan er gerð með fyrirvara um staðfestu og gildistöku Aðalskipulags
Langanesbyggðar 2007-2027.
Tillagan verður til sýnis frá og með þriðjudegnum 14. maí 2013 til miðvikudagsins 26. júní 2013 á skrifstofu Langanesbyggðar að
Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn og í anddyri skrifstofunnar að Skólagötu 5 á Bakkafirði. Tillagan verður einnig aðgengileg á
heimasíðu sveitarfélagsins: www.langanesbyggd.is
Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist umhverfis-, skipulags- og bygginganefnd eigi síðar en kl. 16.00 miðvikudaginn 26. júní 2013.
Deiliskipulagstillöguna má nálgast hér.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Sveitarstjóri Langanesbyggðar