Auglýst eftir aðilum til grenjaleita og grenjavinnslu
11.04.2023
Fréttir
Langanesbyggð óskar eftir aðilum til að sjá um grenjaleit og grenjavinnslu á eftirtöldum svæðum:
- Svæði 1. frá Brimnesá að Fonti.
- Svæði 2. Utan Brekknaheiði að Brimnesá.
- Svæði 12. Seljaheiði, Afrétt og Súlur.
Til greina kemur að ráða fleiri en einn aðila innan hvers svæðis í samstarfi við aðra veiðimenn og verða samningarnir til tveggja ára með möguleika á framlengingu.
Skilyrði eru að umsækjendur hafi gild veiðikort, kunnáttu við leit á grenjum, kunnáttu við veiði á ref og hafi til þess búnað sem þarf.
Verðskrá Langanesbyggðar er eftirfarandi:
- Leit á þekktu eða nýju greni: 9.200 kr.
- Skotlaun vegna veiddrar tófu, refs og hvolpa: 19.000 kr.
Umsóknum og afriti af gildu veiðikorti skal skilað á netfangið bjarnheidur.jonsdottir@langanesbyggd.is eða til skrifstofu Langanesbyggðar fyrir 2. maí n.k.
Nánari upplýsingar veitir Bjarnheiður Jónsdóttir, skrifstofustjóri Langanesbyggðar í síma 468-1220 eða á ofangreint netfang.