Auglýst eftir þátttakendum í fjölskylduhátíðinni Kátum dögum
24.03.2009
Fundur
Fjölskylduhátíðin Kátir dagar í Langanesbyggð og nágrenni verður haldin dagana 16. - 19. júlí í sumar. Þá verður kraumandi kæti á svæðinu öllu, á Bakkafirði, Þórshöfn og í Svalbarðshreppi. Einsta
Fjölskylduhátíðin Kátir dagar í Langanesbyggð og nágrenni verður haldin dagana 16. - 19. júlí í sumar. Þá verður kraumandi kæti á svæðinu öllu, á Bakkafirði, Þórshöfn og í Svalbarðshreppi.
Einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu eru hvött til að taka þátt í hátíðinni með því að halda viðburði, hafa opið hús eða tilbreytingu í fyrirtækjum sínum, setja upp sýningar, halda stofutónleika, ljóð í eldhúsinu eða hvað sem er. Áhugasamir hafi samband í netfangið halldora@langanesbyggd.is eða í síma 468-1220 / 892-8202.