Fara í efni

Austfjarðatröllið 2011 hefst 11. ágúst á Þórshöfn!

Fundur
Fyrsta keppnisgrein í kraftakeppninni Austfjarðatröllinu 2011 fer fram á Þórshöfn á Langanesi næsta fimmtudag, þann 11. ágúst. Tröllin hittast í lystigarði bæjarins og byrja þar að reyna kraftana

Fyrsta keppnisgrein í kraftakeppninni Austfjarðatröllinu 2011 fer fram á Þórshöfn á Langanesi næsta fimmtudag, þann 11. ágúst. Tröllin hittast í lystigarði bæjarins og byrja þar að reyna kraftana. Keppt verður í kútakasti og réttstöðulyftu á Þórshöfn. Keppnin stendur frá kl. 11:30 - 13:00.
Keppnin um titilinn Austfjarðatröllið er nú haldin í 15. sinn og eru átta keppendur skráðir til leiks. Þó er í raun hægt að skrá sig ennþá, svo endanlegur keppendafjöldi liggur ekki fyrir. Þetta er síðasta kraftakeppni sumarsins.
Kvikmyndatökulið fylgir tröllunum og verður gerður sjónvarpsþáttur um mótið sem sýndur verður í Ríkissjónvarpinu í vetur.
Það er Magnús Ver Magnússon sem skipuleggur keppnina. Hann segir að þetta sé það aflraunamót sem hefur flestar greinar, eða tólf alls og keppnin verði nokkuð sterk. Öllum er velkomið að koma og fylgjast með.


Dagskráin er sem hér segir:
Fimmtudagur 11. ágùst:
Þórshöfn: Lystigarðinum kl 11,30
Vopnafjörður: Við Kaupvang kl 17,00
Föstudagur 12. ágùst:
Seydisfjörður: Við Herðubreið kl 11,30
Reydarfjörður: Stríðsminjasafni kl 17,00
Við Sómastaði fyrir ofan Alcoa Fjarðaál kl 18,30
Laugardagur 13. ágùst
Breiðdalsvík: Tröllasafn kl 11,30
Höfn: Miðbær kl 17,00