Fara í efni

Bæjarkeppni Snæfaxa

Íþróttir
28. ágúst 2008Síðast liðinn laugardag stóð hestamannafélagið Snæfaxi fyrir Bæjarkeppni að  Lönguhlíðarmelum í Þistilfirði. Alls tóku þátt sex lið með þremur keppendum hvert. Í 1. sæti var lið frá

28. ágúst 2008
Síðast liðinn laugardag stóð hestamannafélagið Snæfaxi fyrir Bæjarkeppni að  Lönguhlíðarmelum í Þistilfirði. Alls tóku þátt sex lið með þremur keppendum hvert.

Í 1. sæti var lið frá Gunnarsstöðum og í 2. sæti var lið frá Tamningarstöðinni á Syðra-Lóni.

Einnig var keppt í tölti, skeiði og stökki. Í 1.sæti í hverjum flokki fyrir sig voru:

Tölt: Ágúst Marinó Ágústsson á Óttari

Skeið: Reynir Atli Jónsson á Blöðrumósa

Stökk: Sigurður Þór Guðmundsson á Kveikju.

Eftir keppnina var haldin sumarlokahátíð þar sem var grillað, keppt í póló á hestum og farið í ýmsa aðra leiki.

Myndir og grein frá Hilmu Steinarsdóttir