Betri flugsamgöngur við Vopnafjörð og Þórshöfn
Samkomulag hefur tekist á milli Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps annars vegar og Norlandair hins vegar um breytingar á flugáætlun. Breytingin hefur meðal annars í för með sér að framvegis verður flogið á föstudögum og sunnudögum til og frá Þórshöfn og Vopnafirði. Breytingin hefur í för með sér að betri möruleikar eru á helgarferðum auk þess sem brottför frá Þórshöfn á föstudögum seinkar þannig að fólk getur ferðast eftir að vinnutíma lýkur. Flugáætlunin um helgar verður annars sem hér segir þessa daga:
Flug á föstudögum og sunnudögum:
Akureyri / Vopnafjörður 15:20 16:05
Vopnafjörður / Þórshöfn 16:20 16:35
Þórshöfn / Akureyri 16:50 17:35
Athugið að ekkert verður flogið á þriðjudögum. Komur og brottfarir á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum verða óbreyttar. Gert er ráð fyrir að þessi breyting taki gildi 14. febrúar.