Fara í efni

BJARGNYTJAR!

Fundur
30.apríl 2008BJARGNYTJAR! Langanesbyggð auglýsir til umsóknar heimild til bjargnytja í Skoruvíkurbjörgum samkvæmt neðanskráðu: Úthlutað verður heimild til eggjatöku á neðangreindu svæði:&nbs

30.apríl 2008
BJARGNYTJAR!

 Langanesbyggð auglýsir til umsóknar heimild til bjargnytja í Skoruvíkurbjörgum samkvæmt neðanskráðu:

 Úthlutað verður heimild til eggjatöku á neðangreindu svæði: 

Í Skipagjá

 Umsóknum skal skila í lokuðum umslögum merktum BJARGNYTJAR á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn. 

 Umsóknarfrestur er til og með miðvikudagsins 7. maí nk.  Dregið verður úr umsóknum fimmtudaginn 8.  maí nk. kl. 12:15 á fundarstofu Langanesbyggðar að viðstöddum þeim umsækjendum sem þess óska.

 Skilyrði heimildar eru:

1.     Að umsækjandi eigi lögheimili í Langanesbyggð ásamt því að hafa reynslu af bjargnytjum.

2.     Tilgreina skal í umsókn þá einstaklinga sem hyggjast stunda björgin ásamt umsækjanda og aðeins ein umsókn verður tekin til greina frá hverjum hóp.

3.     Vafaatriði úrskurðast af sveitarstjórn.

 Sveitarstjóri