Boðað er til aukafundar sveitastjórnar
10.08.2022
Fréttir
Aukafundur sveitarstjórnar
Boðað er til aukafundar sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 11. ágúst 2022 og hefst fundur kl. 17:00.
Dagskrá
- Heiti og merki Langanesbyggðar
- Niðurstöður skoðanakönnunar lagðar fram.
- Tillaga lögð fram um að fylgja niðurstöðum könnunar
- Greidd atkvæði um heiti og merki
- Ráðningarsamningur sveitarstjóra.
- Samþykktir sveitarfélagsins. Fyrri umræða.
- Erindisbréf nefnda.
- 5 mánaða uppgjör Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps lögð fram til kynningar og einnig stofnefnahagsreikningur og uppfært skuldaviðmiðunarhlutfall.
- Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Bréf frá Eftirlitsnefndinni lagt fram. Til upplýsingar.
- Fundargerð Byggðaráðs lögð fram.
- Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram.
- Fundargerð Jarðasjóðs lögð fram.
- Fjarðarvegur 5 ehf. Breyting á stjórn.
- SSNE, samráðshópur um innviðamál. Tillaga að fulltrúa frá Langanesbyggð í samráðshóp.
- Drög að ályktun frá sveitarstjórn um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi strandveiða lagt fram.
- Drög að ályktun frá sveitarstjórn um frumvarp dómsmálaráðherra um sýslumenn.
- Míla – beiðni um framkvæmdaleyfi á Þórshöfn vegna ljósleiðaravæðingar.
- Ný lántaka. Lögð fram tillaða um beiðni um lántöku til millilangs tíma til að endurfjármagna lausafjárskuldir og til að geta fjármagnað framkvæmdir á nk misserum.
- Lækjarvegur 3. Tillaga um viðhaldsfjárfestingu.
- Uppgjör við fv oddvita Svalbarðshrepps.
- Íþróttamiðstöð. VH leggur fram tillögu um að fresta fjárfestingu í VERI á árinu 2022.
- Uppsögn á samningi við Faglausn.
- Fuglaskoðunarskýli við Skoruvík.
- Viðhaldsfjárfestingar. Minnisblað um framkvæmdir/fjárfestingar fyrir árin 2022/2023 frá Jóni Rúnari í Þjónustumiðstöð. Til upplýsingar og þrír liðir til afgreiðslu.
- Grunnskólinn á Þórshöfn. Tillaga um viðhaldsfjárfestingu. Ný útidyrahurð. Fjárhæð 1,0 m.kr.
- Vatnsveitumál. Tillaga um 2,0 m.kr fjárfestingu við viðhald vatnsbóls. Eldri skýrslur kynntar og núverandi staða kynnt. Til upplýsingar og umræðu.
- Hafnarskúr á Bakkafirði. Tillaga um fjárfestingu uppá 5,0 m.kr á árinu 2022.
- Miðholtsíbúðir. Uppgjör vegna viðhalds.
- Bríet Byggingarfélag. Til upplýsingar og umræðu.
Þórshöfn, 10. ágúst 2022.
Valdimar Halldórsson,
verkefnastjóri sveitarstjórnar.