Boðað er til opins fundar með hagaðilum í sjávarútvegi
24.02.2022
Fréttir
Hafnarnefnd Langaneshafna boðar til fundar með hagaðilum í sjávarútvegi miðvikudaginn 2. mars kl. 15 á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2 á Þórshöfn.
Fundarefni er framtíðarskipulag og framtíðarsýn hafnarinnar og hafnarsvæðisins. Allir sem hafa hagsmuna að gæta í sjávarútvegi og notkun hafna og/eða hafnarsvæða í Langanesbyggðar eru hvattir til að mæta.
Á fundinum verða Fannar Gíslason forstöðumaður hafnardeildar Vegagerðarinnar og Arnar Ólafsson skipulagsráðgjafi frá Teiknistofu Norðurlands í fjarfundarsambandi.
F.h. hafnarstjórnar
Hafnarstjóri