BodyCombat á Þórshöfn í allt sumar
02.08.2009
Íþróttir
Æfingar í BodyCombat eru stundaðar af kappi í íþróttahúsinu á Þórshöfn þrisvar í viku af góðum hópi. BodyCombat er lífleg þrek- og bardagaíþrótt sem gerir líkamanum gott og sálinni ekki síður. St
Æfingar í BodyCombat eru stundaðar af kappi í íþróttahúsinu á Þórshöfn þrisvar í viku af góðum hópi.
BodyCombat er lífleg þrek- og bardagaíþrótt sem gerir líkamanum gott og sálinni ekki síður. Styrkir líkamann og veitir mikla útrás eins og góðar íþróttir gera.
Það eru þær Sólrún Arney Siggeirsdóttir og Jóhanna Friðriksdóttir sem bjóða upp á þessa tíma á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum klukkan 17:15 í íþróttahúsinu í allt sumar.
Fleiri eru velkomnir í hópinn til að byggja upp þrek og þol í góðum félagsskap, bara að láta sjá sig.
Fyrr í sumar var auglýst eftir tillögum um íslenskt nafn á íþróttina en engin hugmynd hefur borist. Enn er auglýst eftir tillögum.