Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 vegna stækkunar á hafnarsvæði Þórshafnar

Fréttir

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 28. ágúst 2024 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitafélagsins. Breytingin felur í sér endurskoðun á hafnarsvæði Þórshafnar vegna áforma um frekari uppbyggingu og starfsemi á svæðinu. Tillagan var auglýst frá 20. júní til 2. ágúst 2024. Gerðar voru óverulegar breytingar á tillögunni til að koma til móts við umsagnir sem bárust.
Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skrifstofu Langanesbyggðar, Langanesvegi 2 á Þórshöfn.

2. september 2024
Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri Langanesbyggðar