Breyting á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027
09.12.2013
Fréttir
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti 5. desember 2013
tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti 5. desember 2013
tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í breytingu á skilgreiningu á svæði við Langholt á Þórshöfn úr íbúðarsvæði í
athafnasvæði, auk óverulegrar hliðrunar á legu Langholts til suðurs. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 5. desember 2013
í mkv. 1:5.000.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta kynnt sé uppdrátt ásamt greinargerð á heimasíðu sveitarfélagsins www.langanesbyggd.is og/eða snúið sér til sveitarstjóra Langanesbyggðar.
Sveitarstjóri Langanesbyggðar