Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi vegna veglínu yfir Brekknaheiði

Fréttir

Á 4. fundir sveitarstjórnar fimmtudaginn 8. september s.l. var samþykkt eftirfarandi:

8. Breyting á aðalskipulagi vegna veglínu yfir Brekknaheiði og tillaga að svörum við athugasemdum frá Teiknistofu Norðurlands

Borist hafa umsagnir um breytingu á aðalskipulagi vegna veglínu yfir Brekknaheiði. Teiknistofa Norðurlands hefur unnið svör við athugasemdum.
Til máls tóku; SÞG
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi með minniháttar lagfæringum eftir auglýsingu og fela skipulagsráðgjafa að senda Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn ítrekar þá ósk sem komið hefur fram m.a. í afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar að Vegagerðin girði meðfram nýju vegstæði og komið verði fyrir a.m.k. 2 undirgöngum vegna umferðaröryggis á svæðinu. Þá ítrekar sveitarstjórn skilmála um frágang, umgengi við minjar og mengunarvarnir í samræmi við aðalskipulagið og umsagnir frá umsagnaraðilum. Við útgáfu framkvæmdaleyfis komi þessi atriði skýrt fram.

Samþykkt samhljóða.