Fara í efni

Brunavarnaáætlun

Föstudaginn 14. mars 2008 var undirrituð á skrifstofu Langanesbyggðar á Þórshöfn brunavarnaráætlun fyrir starfssvæði slökkviliðs Langanesbyggðar.  Áætlunina undirrituðu þeir Ragnar Skúlason, oddv

Föstudaginn 14. mars 2008 var undirrituð á skrifstofu Langanesbyggðar á Þórshöfn brunavarnaráætlun fyrir starfssvæði slökkviliðs Langanesbyggðar.  Áætlunina undirrituðu þeir Ragnar Skúlason, oddviti Svalbarðshrepps, Björn Karlsson, Brunamálastjóri og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.  Að aflokinni undirskrift afhenti brunamálastjóri sveitarstjóra Langanesbyggðar forláta penna merktan Brunamálastjórn en með úreltu símanúmeri og hlaut í staðinn gjöf frá Langanesbyggð í formi handklæðis með úreltum sveitarfélagsmerkjum sveitarfélaganna sem sameinuðust í Langanesbyggð vorið 2006.

Grein :Björn Ingimarsson

Grein á vef brunamálastofnunar