Brunavarnir yfir hátíðarnar
09.12.2019
Fréttir
Kæru íbúar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps
Nú fer að líða að jólum og þá er lag að yfirfara brunavarnirnar á heimilum okkar, því þar eru jú mestu verðmæti landsins, þ.e.a.s. börnin okkar og við sjálf.
Hér eru svo nokkrir punktar sem við þurfum að yfirfara:
- REYKSKYNJARI Í LAGI!!!
- REYKSKYNJARI Í LAGI!!!
- Skipta um rafhlöður í öllum reykskynjurum á hverju ári.
- Endurnýja reykskynjara á 10 ára fresti.
- Prófa alla reykskynjara minnst tvisvar á ári
- Hafa slökkvitæki sem næst útihurð á áberandi stað
- Minnst 9 lítra léttvatnstæki eða 6 kg dufttæki.
- Eldvarnarteppi í öll eldhús. Skoða teppin árlega.
Að lokum viljum við óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Slökkvilið Langanesbyggðar