Dagheimili tekur til starfa á Þórshöfn
Í mörg ár hefur það lúxusvandamál háð sveitarfélaginu að fjöldi ungra barna á hvern íbúa er í meira lagi. Fullt hefur verið í leikskólann og margir lent í vandræðum með dagvistun. Nýverið gerði Langanesbyggð reglugerð um niðurgreiðslur til dagforeldra og reynt að liðka til fyrir starfssemi af þessu tagi. Nú hafa tvær kjarnakonur ráðið bót á þessu og opnað dagheimilið Sjónarhól. Þetta eru þær Oddný Kristjánsdóttir og Margrét Eyrún Níelsdóttir, en sú síðarnefnda á sjálf tvíbura á dagheimilinu sem ekki komust strax að á leikskólanum. Þær stöllur eru nú með börn í aðlögun og tekur dagheimilið formlega til starfa á mánudaginn. Í dag var strax komið fjör í þetta, enda sex börn á staðnum. Enn er laust pláss fyrir þá sem vilja nýta sér þessa frábæru þjónustu. /GBJ