Fara í efni

Dagskrá Björgunarsveitarinnar Hafliða yfir jól og áramót

Fundur
Þorláksmessa og aðfangadagur jóla:Að venju mun jólasveinar bera út jólakort og pakka á aðfangadag og hafa þeir beðið okkur í Bjsv. Hafliða um aðstoð við það.Móttaka jólakorta er í Hafliðabúð milli kl.

Þorláksmessa og aðfangadagur jóla:
Að venju mun jólasveinar bera út jólakort og pakka á aðfangadag og hafa þeir beðið okkur í Bjsv. Hafliða um aðstoð við það.

Móttaka jólakorta er í Hafliðabúð milli kl. 16.00 og 18.00 á Þorláksmessu.  Vinsamlegast komið tímanlega.  Merkið með nafni og heimilisfangi.

Á Þorláksmessukvöld verður jólatrésskemmtun í miðbænum og byrjar hún kl. 19.30. Boðið verður upp á heitt kakó og smákökur í verslun Samkaupa í boði Verkalýðsfélags Þórshafnar, Samkaupa og Bjsv. Hafliða. Jólasveinarnir mæta og það verður sungið og gengið í kringum jólatréð.

Annar í jólum:
Miðvikudaginn 26.des.kl. 13:00-15:00 verður Foreldrafélag Grunnskólans með jólaball fyrir alla aldurshópa í Þórsveri.  Dansað verður í kringum jólatréð undir tónlist frá heimahljómsveitinni Hardox.  Jólasveinarnir koma og boðið uppá fríar veitingar.

Áramót og flugeldar:
Flugeldasala verður í Hafliðabúð á eftirfarandi dögum:

Laugardaginn  29. desember  kl. 14.00 til 18.00
Sunnudaginn    30. desember  kl. 14.00 til 18.00
Mánudaginn   31. desember  kl. 11.00 til 14.00

Áramótabrennan byrjar kl. 20.30 og verður núna á Ytritanga (Borgartanga) við Ytri-Brekkur.  Ath. breytta staðsetningu.

Flugeldasýningin verður kl. 21.00 við Fossá á meðan brennunni stendur.  Mögulega þarf að loka þjóðveginum á meðan og brennugestir eru því beðnir um að vera rólegir á brennustað og horfa á sýninguna þaðan.  Fyrir þá sem ekki koma á brennuna er upplagt að vera á Hafnarsvæðinu eða á Fjarðarvegi.  Við stefnum að okkar stærstu sýningu.

Við hvetjum alla til að fara gætilega með eld og flugelda. 
Við óskum öllum gleðilegra jóla og þökkum fyrir stuðninginn á árinu.


Björgunarsveitin Hafliði