Fara í efni

Dagskrá Kátra daga 2012

Fundur
Fimmtudagur 19. júlí17:00 Tómas Jónsson sýnir gamlar ljósmyndir frá Þórshöfn frá 20. öld í félagsheimilinu Þórsveri. Frítt inn. Þekkingarnet Þingeyinga stendur að sýningunni.20:00  Hagyrðingakvöl

Fimmtudagur 19. júlí

17:00 Tómas Jónsson sýnir gamlar ljósmyndir frá Þórshöfn frá 20. öld í félagsheimilinu Þórsveri. Frítt inn. Þekkingarnet Þingeyinga stendur að sýningunni.

20:00  Hagyrðingakvöld í Þórsveri. Hagyrðingarnir Jóhannes Sigfússon, Pétur Pétursson, Ágúst Marinó Ágústsson og Hjálmar Freysteinsson fara með gamanmál undir stjórn Birgis Sveinbjörnssonar. 1.500 kr. inn og 18 ára aldurstakmark. Kvenfélag Þistilfjarðar sér um vínveitingar.

21:00 Pub Quiz á Fonti og 5 í fötu. Vinningsliðið fær frímiða á ballið á föstudagskvöldinu og 5 í fötu. 18 ára aldurstakmark.
 

Föstudagur 20. júlí

14:00-18:00 Opið hús í Menntasetrinu þar sem hægt er að skoða umfangsmikið myndasafn Tómasar Jónssonar. Tommi verður sjálfur á staðnum.

15:00-17:00 Vöfflukaffi í Glaðheimum. Gaman er að geta þess að velunnari Glaðheima, Guðný Helga Örvar, hefur tekið að sér vöfflubaksturinn að þessu sinni. 700 kr. fyrir fullorðna, 300 kr. fyrir börn 7-14 ára, frítt fyrir 6 ára og yngri. Ágóðanum varið til tölvukaupa í Glaðheimum.

17:00-18:00 Ljósmyndasýning á skjá á myndasafni Tómasar Jónssonar í Menntasetrinu.

18:00-20:00 Barnadiskó í Þórsveri 6-12 ára. Foreldrafélagið fer með umsjón.

21:00 Ari Eldjárn með uppistand, 1.500 kr. inn fyrir fullorðna, 1.000 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri, frítt fyrir 6 ára og yngri.

23:00 03:00 Ball á Fonti með heimahljómsveitinni Hardox. 1.500 kr. inn, 18 ára aldurstakmark.

Laugardagur 21. júlí

11:00-12:00 Hafragrautur og slátur í íþróttamiðstöðinni Veri. Verð 300kr á mann.

11:00-12:00 Ljósmyndasýning á skjá á myndasafni Tómasar Jónssonar í Menntasetrinu.

11:00 Ganga með ferðafélaginu Norðurslóð:
Gunnólfsvíkurfjall rís þverhnípt úr sjó. Nú göngum við í kringum fjallið. Gengið niður Fossdal í mikilli náttúrfegurð, þar er fallegt stuðlaberg og mikil nánd við ósnortna náttúruna. Síðan ofan í fjöru og gengið í fjörunni undir snarbröttu fjallinu. Loks er gengið inn í Gunnólfsvík. Farið frá afleggjaranum kl. 11:00.

13:00-18:00 Lazertag á grunnskólalóð, 15 mín. á 1.900 kr., 30 mín. á 2.900 kr.  S: 849-0565.

15:00-17:00 Vöfflukaffi í Glaðheimum.
Gaman er að geta þess að velunnari Glaðheima, Guðný Helga Örvar hefur tekið að sér vöfflubaksturinn að þessu sinni. 700kr fyrir fullorðna, 300kr fyrir börn 7-14 ára, frítt fyrir 6 ára og yngri. Ágóðanum varið til tölvukaupa í Glaðheimum.

12:00 Útimarkaður á íþróttavellinum
Ýmislegt til sölu, Volare, Rauði krossinn, Forever vörur, Candy floss og fl. Ísfélagið býður upp á kúffisksúpu og fl. Hoppukastalar og andlitsmálun fyrir börnin.

13:00 - Anna Rún Kristjánsdóttir mun sjá um leiki. Ratleikur, skráningarblöð verða í sölubás Kátra daga, og fleiri skemmtilegir leikir.

18:00 20:00 Hið árlega grill á Fonti, í boði verður grillað lamb og svín, sósa, kartöflur og salat. Verð 1.800 kr., frítt fyrir 6 ára og yngri.

20:00 Brenna á Hjallamel við Syðra Lón.

21:30 23:30 Unglingaball í Þórsveri, 13-18 ára. Foreldrafélagið með umsjón.

00:00 Ball með hljómsveitinni Von og Eyþóri Inga í Þórsveri. 2.500 kr. í forsölu og 2.800 kr. í hurð. 18 ára aldurstakmark. Forsala miða fer fram á útimarkaðnum.

Sunnudagur 22. júní

11:00-12:00 Hafragrautur og slátur í íþróttamiðstöðinni Veri. Verð 300 kr. á mann.

13:00-18:00 Lazertag á grunnskólalóð, 15 mín á 1.900 kr., 30 mín á 2.900 kr. Sími 849-0565.

14:00 Bátsferðir í boði Einars Vals, Dóra og Sæma ef veður leyfir. Mæting niður á höfn.

Bíódagur í Þórsveri:

17:00 Krakkamynd. Nánar auglýst síðar.

20:00 Fullorðinsmynd. Nánar auglýst síðar.


Karl H Gíslason verður með húðflúraðstöðu í Íþróttamiðstöðinni Veri á föstudegi og laugardegi. Nánari upplýsingar og tímapantanir á tattookhg@gmail.com.

Sóley Vífilsdóttir verður með ljósmyndasýningu á Fonti alla helgina.

Eftirtaldir aðilar styrkja Káta daga 2012:

Ísfélag Vestmannaeyja

Langanesbyggð

Svalbarðshreppur

Verkalýðsfélag Þórshafnar

KEA

BJ Vinnuvélar

Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis

Fontur

Samkaup

Geir ÞH

Ferðaþjónusta bænda Ytra Álandi

Toppfiskur

Útgerð Manna

Útgerðin Litlanes

Skeglan

Sólco

Dalá Valsi og Dóri

Sandöx