Dagskrá unglingadeildar Hafliða á vorönn 2012
Unglingadeild Hafliða stendur fyrir dagskrá fjölbreyttra námskeiða fyrir unglinga nú á vorönn. Fundir eru haldnir hálfsmánaðarlega og eru jafnan í Hafliðabúð. Almennt eru námskeiðin fyrir unglinga á aldrinum 14 til 18 ára. Umsjónarmaður námskeiðanna er Siggeir Stefánsson (s. 894-2608).
Dagskrána má sjá hér að neðan með því að smella á nánar.
8. janúar 2012Kynning á starfsemi Landsbjargar, Bjsv. Hafliða og búnaði sem Bjsv Hafliði hefur til umráða. Einnig kynning á reglum félagsins og vetrarstarfi.
- Leiðbeinendur: Guðni Hauksson og Siggeir Stefánsson
- Mæting: 19:30 til 22:00
- Fyrir 14-18 ára
1. febrúar 2012
Hnútanámskeið, kennsla og æfing á öllum hlestu hnútum.
- Leiðbeinandi: Þórarinn Þórisson
- Mæting: 19:30 til 22.00
- Fyrir 14 til 18 ára
15. febrúar 2012
Stjörnuskoðun, kennsla í að þekkja nokkur stjörnumerki og stjörnur. Gengið verður frá Hafliðabúð og út fyrir Þórshöfn þar sem himininn verður skoðaður. Tími gæti breyst ef veður leyfir ekki stjörnuskoðun.
- Leiðbeinandi: Guðjón Gamelíusson
- Mæting: 19:30 til 22:00
- Fyrir 14 til 18 ára.
29. febrúar 2012
Námskeið notkun á áttavita og í að lesa kort.
- Leiðbeinandi: Óli Þorsteinsson
- Mæting: 19:30 til 22:00
- Fyrir 14 til 18 ára.
14. mars 2012
Sleða- og bílaferð, þar sem meðferð snjósleða og bíls verða kennd eða ferð til Vopnafjarðar og aðstæður hjá björgunarsveitinni þar skoðaðar.
- Leiðbeinendur: Ásgeir Kristjánsson, Þórir Jónsson og Þórarinn Þórisson
- Mæting:19:30 til 22:00
- Fyrir 14 til 18 ára.
28. mars 2012
Námskeið í meðferð á GPS tækjum.
- Leiðbeinandi: Jón Stefánsson
- Mæting:19:30 til 22:00
- Fyrir 14 til 18 ára.
11. apríl 2012
Námskeið í meðferð á talstöðvar, VHF og tetra stöðvar.
- Leiðbeinandi: Jón Stefánsson
- Mæting:19:30 til 22:00
- Fyrir 14 til 18 ára.
25. apríl 2012
Klifurveggur
- Leiðbeinendur: Arnar Aðalbjörnsson og Vikar Vífilsson
- Mæting:19:30 til 22:00
- Fyrir 14 til 18 ára.