Fara í efni

Dagur íslenskrar tungu

Fréttir
Grunnskólinn á Bakkafirði hélt upp á dag Íslenskarar tungu núna á miðvikudaginn 16.nóvember. Fóru nemendur yfir feril Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness og

Grunnskólinn á Bakkafirði hélt upp á dag Íslenskarar tungu núna á miðvikudaginn 16.nóvember. 
Fóru nemendur yfir feril Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness og lásu síðan upp ljóð eftir hann, var það skemmtilegt 
á að hlýða.
Í vinnustofuskilum fóru nemendur yfir þau verkefni sem þau hafa verði að vinna að og var það mjög fjölbreytt enda farið um allt frá Gunnólfsvíkurfjalli til Stalíns og Hitlers, og þaðan út í stjörnuþokur sem eru þúsundir ljósára í burtu og heim aftur í regnbogann.
Boðið var upp á léttar veitingar til að maula, undir fræðandi og skemmtilegum fyrirlestri nemenda þar sem hver og einn fór yfir sín verkefni af stakri prýði.

Myndir Áki Guðmundsson og eru þær af nemendum og gestum þeirra

Grunnskólinn á Bakkafirði Dagur íslenskrar tunguDagur íslenskrar tunguDagur íslenskrar tunguDagur íslenskrar tunguDagur íslenskrar tunguDagur íslenskrar tungu