Dagur leikskólans er í dag
06.02.2012
Fundur
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í dag, 6. febrúar, í fimmta sinn frá því að til hans var stofnað árið 2008. Leikskólar um allt land halda upp á daginn með fjölbreytilegum hætti að vanda og bjó
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í dag, 6. febrúar, í fimmta sinn frá því að til hans var stofnað árið 2008. Leikskólar um allt land halda upp á daginn með fjölbreytilegum hætti að vanda og bjóða aðstandendur leikskólabarna, sveitarstjórnarfólk og aðra áhugasama um leikskólastarfið velkomna.
Dagurinn er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmiðið með verkefninu er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla og mikilvæga starfi sem þar fer fram, hvetja til aukinnar umræðu um leikskólastarf og gera það sýnilegra.