Fara í efni

Deiliskipulag Bakkafjarðarhafnar í Langanesbyggð – Kynning á vinnslutillögu

Fréttir

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum þann 12. mars 2024 að kynna vinnslutillögu fyrir deiliskipulag Bakkafjarðarhafnar. Skipulagssvæðið er um 35 ha og er í samræmi við aðalskipulag Langanesbyggðar sem heimilar hafnsækna starfsemi á skipulagssvæðinu. Í skipulaginu er m.a. gerð grein fyrir geymslu- og gámasvæði, byggingum, bryggjum og aðkomuvegi. Jafnframt eru settir skilmálar um útlit og yfirbragð mannvirkja.
Vinnslutillagan verður aðgengileg hér á heimasíðu Langanesbyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins frá miðvikudeginum 3. apríl 2024. Einnig er hægt að skoða vinnslutillöguna í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 1033/2023.
Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum vegna skipulagsins. Ábendingar skulu vera skriflegar og merktar „Deiliskipulag Bakkafjarðarhafnar - vinnslutillaga“. Þær skal senda á: Langanesbyggð Langanesvegur 2, 680 Þórshöfn eða á netfangið bjorn@langanesbyggd.is. Einnig er hægt að senda inn ábendingar á skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 1033/2023.
Frestur til að skila inn ábendingum er til og með föstudagsins 17. apríl 2024. Ábendingar verða hafðar til hliðsjónar í skipulagsvinnunni en þeim verður ekki svarað með formlegum hætti.
Bakkafjarðarhöfn í Langanesbyggð deiliskipulag vinnslutillaga
Bakkafjarðarhöfn deilidkipulag vinnslutillaga

Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri Langanesbyggðar