Deiliskipulag hafnarinnar á Bakkafirði - auglýsing tillögu
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti þann 17. apríl 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Bakkafjarðarhöfn í Langanesbyggð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er um 35ha og er í samræmi við aðalskipulag Langanesbyggðar sem heimilar hafnsækna starfsemi. Í skipulaginu er m.a. gerð grein fyrir geymslu- og gámasvæði, byggingum, bryggjum og aðkomuvegi. Jafnframt eru settir skilmálar um útlit og yfirbragð mannvirkja.
Tillagan eru auglýst frá 3. maí til og með 18. júní 2024. Tillagan er aðgengileg hér á heimasíðu Langanesbyggðar (sjá tengil fyrir neðan) og einnig undir málsnúmeri 1033/2023 á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, skipulagsgatt.is. Tillagan mun jafnframt liggja frammi til kynningar á skrifstofu Langanesbyggðar og á heimasíðunni www.langanesbyggd.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna á skipulagsgatt.is málsnúmer 1033/2023. Einnig er hægt að senda athugasemdir á skrifstofu sveitarfélagsins Langanesvegi 2, 680 Þórshöfn, eða á netfangið bjorn.sigurdur.larusson@langanesbyggd.is.
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og merktar sendanda. Þær skulu berast í síðasta lagi 18. júní 2024 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri Langanesbyggðar