Deiliskipulag og umhverfisskýrsla - Urðunarsvæði við Bakkafjörð.
Tillaga að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu vegna Urðunarsvæðis við Bakkafjörð var auglýst öðru sinni með lögformlegum hætti í sex vikur skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 frá 19.01 - 02.03.2015.
Við vinnslu skipulagsins var samráð haft við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur umhverfismats deiliskipulagsins, eins og lög um umhverfismat áætlana gera ráð fyrir. Unnin var skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulagsins og auglýst eftir ábendingum íbúa og í kjölfarið var haldinn íbúafundur á Bakkafirði. Samráð var haft við eftirfarandi umsagnaraðila á vinnslu og auglýsingartíma deiliskipulagsins; Skipulagsstofnun - lögbundin umsagnaraðili við umhverfismat áætlana skv. lögum um umhverfismat áætlana 105/2006, við Umhverfisstofnun - vegna mögulegra umhverfisáhrifa á loftgæði og hljóðvist og sem lögbundinn umsagnaraðili við umhverfismat áætlana og við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra vegna mögulegra umhverfisáhrifa sem skipulagið felur í sér.
Fjórar athugasemdir bárust á auglýsingartíma við tillöguna. Umhverfis- og Skipulagsnefnd Langanesbyggðar fjallaði ítarlega um innkomnar athugasemdir og samþykkti svör við þeim á fundi sínum þann 06.05.2015 án efnislegra breytinga á deiliskipulaginu eða umhverfisskýrslu þess. Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti bókun nefndarinnar þann 12.05.2015.
Bókun Umhverfis- og Skipulagsnefndar og svör við athugasemdum er að finna á heimasíðu Langanesbyggðar www.langanesbyggd.is
Sveitarstjóri Langanesbyggðar