Fara í efni

Dómur seinkar Hófaskarðsleið

Íþróttir
23. mars 2009Birgir Guðmundsson , svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi, undrast úrskurð Hæstaréttar sem dæmdi gilt framkvæmdarleyfi sveitarfélagsins Norðurþings í landi Brekku í Öxarfirði. Eigna

Mynd :Víðir Már Hermannsson23. mars 2009
Birgir Guðmundsson , svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi, undrast úrskurð Hæstaréttar sem dæmdi gilt framkvæmdarleyfi sveitarfélagsins Norðurþings í landi Brekku í Öxarfirði. Eignarnám Vegagerðarinnar í landinu var dæmt ógilt. Hann segir ekki ólíklegt að úrskurðurinn tefji lagningu á Hófaskarðsleið en hún leysir af hólmi Öxarfjarðarheiði og veginn um Melrakkasléttu.

Hófaskarðsleið er rúmlega 30 kílómetrar og styttir leiðina á milli Kópaskers og Þórshafnar verulega. Framkvæmdir eru vel á veg komnar en nú lítur út fyrir að þeim seinki. Eigendur jarðarinnar Brekku í Öxarfirði höfðuðu mál á hendur Norðurþingi og Vegagerðinni í ágúst árið 2007. Þeir kröfðust þess að framkvæmdarleyfi útgefið af Norðurþingi og eignarnám Vegagerðarinnar vegna lagningar vegar sem er hluti af Hófaskarðsleið yrðir dæmt ógilt. Hæstiréttur úrskurðaði að framkvæmdarleyfi Norðurþings væri gilt en eignarnám Vegagerðarinnar ógilt.

frettir@ruv.is