Fara í efni

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir hjúkrunarfræðingi

Fréttir
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir hjúkrunarfræðingi í afleysingu sumarið 2017. Ákveðinn sveigjanleiki er á vinnutíma og þarf að vera möguleiki á að sinna bakvöktum.

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir hjúkrunarfræðingi í afleysingu sumarið 2017. Ákveðinn sveigjanleiki er á vinnutíma og þarf að vera möguleiki á að sinna bakvöktum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag.

Á Nausti eru 14 íbúar. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt. Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta- og samstarfshæfni og hafa gaman af því að umgangast eldra fólk. Gerð er krafa um heiðarleika, dugnað, stundvísi og góða framkomu. Íslenskukunnátta er nauðsynleg.

Nánari upplýsingar gefur Sólrún Arney Siggeirsdóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 468-1322.