Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir starfsmanni í vinnu
09.10.2019
Fréttir
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir starfsmanni í vinnu. Um er að ræða allt að 80% starf, vaktavinnu og til langs tíma. Starfið felst í umönnun aldraðra og öðrum tilfallandi störfum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttafélag.
Á Nausti eru 14 íbúar. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt. Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta- og samstarfshæfni og hafa gaman að því að umgangast eldra fólk. Gerð er krafa um heiðarleika, dugnað, stundvísi og góða framkomu. Íslenskukunnátta er nauðsynleg.
Nánari upplýsingar gefa Sólrún Arney Siggeirsdóttir, hjúkrunarforstjóri, eða Halldóra Pálsdóttir, rekstrarstjóri, í síma 468-1322.
Einnig hægt að senda fyrirspurn á netfangið naust@langanesbyggd.is