Fara í efni

Dýraníð á Þórshöfn

Íþróttir
 Einn ketttlingur var meðal kattanna sem urðu fyrir barðinu á dýraníðingi sem lögreglan á Þórshöfn leitar nú. Aflífa þurfti tvo ketti á Þórshöfn eftir að þeim hafði verið misþyrmt með hroðalegum

 Einn ketttlingur var meðal kattanna sem urðu fyrir barðinu á dýraníðingi sem lögreglan á Þórshöfn leitar nú.
Aflífa þurfti tvo ketti á Þórshöfn eftir að þeim hafði verið misþyrmt með hroðalegum hætti. Þriðji kötturinn fannst dauður eftir svipaða meðferð.

Lögreglan á Þórshöfn hefur til rannsóknar fleiri mál þar sem ill meðferð á köttum kemur við sögu.

Fyrsti kötturinn fannst fyrir nokkrum mánuðum, annar nokkru síðar og sá þriðji nú um miðjan mánuðinn. Sá síðasti sem fannst var kettlingur. Kettirnir höfðu verið rennbleyttir, ýmist í olíuhreinsivökva eða bensíni.

Lögregla hefur fleiri mál sem tengjast illri meðferð á dýrum til rannsóknar.

Þar á meðal mál þegar þegar tveir ungir drengir reyndu að reka kind með tveimur lömbum fram af klettabrún, þar sem undir var hengiflug. Drengirnir voru á ferð með tveimur fullorðnum mönnum. Mennirnir litu af drengjunum nokkra stund, sem hinir síðarnefndu nýttu til að reyna að reka féð fram af brúninni. Mennirnir stöðvuðu drengina um leið og þeir sáu hvað þeir voru að aðhafast.
Atvikið átti sér stað í Skeglubjörgum utan við Skoruvíkurbjarg.