Eldvarnarátak Brunavarna Langanesbyggðar og Björgunarsveitarinnar Hafliða
Eru reykskynjararnir í lagi?
Kæru íbúar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps
Nú fer að líða að jólum og þá er lag að yfirfara brunavarnirnar á heimilum okkar því þar eru jú mestu verðmæti landsins, þ.e.a.s. börnin okkar og við sjálf.
Hér eru nokkur atriði sem við þurfum að athuga:
Skiptum um rafhlöður í öllum reykskynjurum á hverju ári. Nú er rétti tíminn til þess.
Skiptum út reykskynjurum á 10 ára fresti.
Prófum alla reykskynjara minnst tvisvar á ári. Gerum það núna fyrir jólin.
Höfum slökkvitæki sem næst útihurð á áberandi stað.
Slökkvitæki: Minnst 9 lítra léttvatnstæki eða 6 kg dufttæki. Við mælum með léttvatnstækjum.
Höfum eldvarnarteppi í öllum eldhúsum og skoðum teppin árlega.
Við minnum á að Björgunarsveitin er með til sölu eftirfarandi búnað:
Optískur reykskynjari 2.000 kr
Samtengdir skynjarar, 2 stk. 7.500 kr
Eldvarnateppi 2.500 kr
Léttvatnsslökkvitæki 8.000 kr
Rafhlöður 500 kr
Ef einhvern vantar hjálp með uppsetningu á búnaði eða staðsetningu eða bara ráðleggingar við eldvarnir, þá endilega hafið samband við okkur og við komum til ykkar. Þjónustan kostar ekkert.
Þórarinn Þórisson í síma 8961142
Björgunarsveitin Hafliði (Guðni formaður) í síma 861-2190
Að lokum viljum við óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Brunavarnir Langanesbyggðar
Björgunarsveitin Hafliði