Eldvarnarvika
27.11.2009
Í tilefni af eldvarnarvikunni, fékk Grunnskólinn á Bakkafirði góða heimsókn frá slökkviliðsmanninum Indriða. Hann fræddi nemendur og kennara um mikilvægi þess að skilja aldrei eftir kertaljós í herber
Í tilefni af eldvarnarvikunni, fékk Grunnskólinn á Bakkafirði góða heimsókn frá slökkviliðsmanninum Indriða. Hann fræddi nemendur og kennara um mikilvægi þess að skilja aldrei eftir kertaljós í herbergjum, mikilvægi reykskynjara, slökkvitækja og eldvarnarteppi. Auk þess svaraði hann fjölda mörgum spurningum nemenda. Rúsínan í pylsuendanum var svo að fara út og skoða slökkvibílinn og máta hjálminn. Nemendur í fyrsta bekk fengu að fara stuttann rúnt með Indriða um bæinn með blikkandi ljós og eins fékk lúðurinn að hljóma - en bara stutt :)