Elías endurráðinn sveitarstjóri
22.06.2018
Fréttir
Á fundi sveitarstjórnar í gær var samþykkt í sveitarstjórn að ráða Elías Pétursson sem sveitarstjóra á kjörtímabilinu
Á fundi sveitarstjórnar í gær var samþykkt í sveitarstjórn að ráða Elías Pétursson sem sveitarstjóra á kjörtímabilinu, en hann var sveitarstjóri á síðasta kjörtímabili eins og kunnugt er.
Elías sagði við tíðindamann á þessum tímamótum að nú væru að baki fjögur ár sem hafa verið ákaflega lærdómsrík og mikil lífsreynsla. "Náðst hefur að snúa rekstri sveitarfélagsins til betri vegar og margt verið framkvæmt. Það hefði tekist með hjálp frábærs starfsfólks hjá sveitarfélaginu. Á þessum kaflaskilum sem upphaf nýs kjörtímabils er mér efst í huga þakklæti og að framundan eru spennandi tímar fullir áhugaverðra verkefna og tækifæra."