Fara í efni

Elsti íbúi Langanesbyggðar 99 ára í dag

Fréttir
Ingveldur Haraldsdóttir, íbúi á Dvalarheimilinu Nausti er 99 ára í dag. Hún er frá Þorvaldsstöðum í Bakkafirði og hefur nú búið í nokkur ár á Nausti. Hún sagðist bara taka lífinu með ró, fékk að velja hvað væri í hádegismatinn og það var saltfiskur, enda sagðist hún svo oft hafa borðað það í gegn um tíðina og það væri afbragðs matur. Auðunn bróðir hennar er einnig á Nausti og þau una hag sínum vel. Það var svo búið að baka rjómatertu og tilheyrandi með kaffinu í tilefni dagsins./GBJ

Ingveldur Haraldsdóttir, íbúi á Dvalarheimilinu Nausti er 99 ára í dag. Hún er frá Þorvaldsstöðum í Bakkafirði og hefur nú búið í nokkur ár á Nausti. Hún sagðist bara taka lífinu með ró, fékk að velja hvað væri í hádegismatinn og það var saltfiskur, enda sagðist hún svo oft hafa borðað það í gegn um tíðina og það væri afbragðs matur. Auðunn bróðir hennar er einnig á Nausti og þau una hag sínum vel. Það var svo búið að baka rjómatertu og tilheyrandi með kaffinu í tilefni dagsins./GBJ