Fara í efni

Endurbætur hafnar á elsta húsi Þórshafnar

Fréttir
Sú ánægjulega sjón blasir nú við bæjarbúum að framkvæmdir eru hafnar við elsta hús þorpsins. Það er húsið Sandvík sem Guðjón Gamalíelsson á og var hann þar við annan mann í morgun að rífa nærri 100 ára gamalt þakjárn af húsinu. Húsið hefur staðið óhreyft nokkuð lengi en Þórshamar, húsið við hliðina hefur verið endurnýjað með miklum myndarbrag. Við hvetjum Guðjón til dáða, það verður sómi af því að endurnýja húsið þar sem flest gömlu húsin okkar eru farin. /GBJ

Sú ánægjulega sjón blasir nú við bæjarbúum að framkvæmdir eru hafnar við elsta hús þorpsins. Það er húsið Sandvík, byggt árið 1902, sem Guðjón Gamalíelsson á og var hann þar við annan mann í morgun að rífa nærri 100 ára gamalt þakjárn af húsinu. Húsið hefur staðið óhreyft nokkuð lengi en Þórshamar, húsið við hliðina hefur verið endurnýjað með miklum myndarbrag. Við hvetjum Guðjón til dáða, það verður sómi af því að endurnýja húsið þar sem flest gömlu húsin okkar eru farin. /GBJ