Endurbætur hafnar á Sandi
04.11.2016
Fréttir
Eitt af elstu húsum Þórshafnar er húsið Sandur við Eyrarveg, upphaflega nefnt Arahús. Endurbætur eru nú hafnar á húsinu en það hefur staðið autt í um 20 ár. Það er Nik Peros, eigandi veitinarstaðarins Bárunnar sem ætlar að glæða húsið lífi á ný. Húsið var byggt árið 1930 af Ara H. Jóhannessyni og Ásu Margréti Aðalmundardóttur. Á eftir Ara eignaðist Kaupfélag Langnesinga húsið og bjuggu þar kaupfélagsstjórar. Þetta gleður heimamenn, enda eitt af elstu húsunum sem eftir standa, og eina íbúðarhúsið sem enn stendur á hafnarsvæðinu sem áður var kallað Plássið. Á síðustu árum hafa mörg önnur eldri hús verið endurnýjuð og setur það sérstakan blæ á þorpið./GBJ
Eitt af elstu húsum Þórshafnar er húsið Sandur við Eyrarveg, upphaflega nefnt Arahús. Endurbætur eru nú hafnar á húsinu en það hefur staðið autt í um 20 ár. Það er Nik Peros, eigandi veitinarstaðarins Bárunnar sem ætlar að glæða húsið lífi á ný. Húsið var byggt árið 1930 af Ara H. Jóhannessyni og Ásu Margréti Aðalmundardóttur. Á eftir Ara eignaðist Kaupfélag Langnesinga húsið og bjuggu þar kaupfélagsstjórar. Þetta gleður heimamenn, enda eitt af elstu húsunum sem eftir standa, og eina íbúðarhúsið sem enn stendur á hafnarsvæðinu sem áður var kallað Plássið. Það verður gaman að fylgjast með framkvæmdunum á Sandi en á síðustu árum hafa mörg önnur eldri hús verið endurnýjuð og setur það sérstakan blæ á þorpið./GBJ