Það er gott að lesa í skammdeginu
28.11.2016
Fréttir
Sjötti bekkur kom í bókasafnið
Það er gott að lesa í skammdeginu. Sjötti bekkur kom í bókasafnið í morgunsárið með Huldu Kristínu kennara sínum og valdi sér bók til lestrar í nestistímum. Lýðræðið var haft í heiðri því hver nemandi fékk að velja eina óskabók og endanlegt val var síðan úr þeim. Bókin HROLLUR fékk flest atkvæði og verður því lesin í nestistímum á morgnana.
L.S.