Fara í efni

Fundur með starfsmönnum skólanna í Langanesbyggð um mótun skólastefnu

Fréttir
Vinna við mótun skólastefnu í byggðinni heldur áfram. Í gær (14. október) glímdu starfsmenn skólanna við að svara spurningum um skólastarfið á fundi með Ingvari Sigurgeirssyni, ráðgjafa verkefnisins.

Vinna við mótun skólastefnu í byggðinni heldur áfram. Í gær (14. október) glímdu starfsmenn skólanna við að svara spurningum um skólastarfið á fundi með Ingvari Sigurgeirssyni, ráðgjafa verkefnisins. Meðal annars var rætt um hvað brýnast væri að gera í skólamálunum á næstu misserum. Meðal þess sem var efst á blaði að mati starfsmannanna var að eignast nýtt húsnæði fyrir leikskólann og efla tengsl heimila og skóla. Þá má nefna að bæta aðstöðu til kennslu list- og verkgreina, heimilisfræði og raungreinakennslu, minnka starfsmannaveltu, koma betur til móts við tvítyngd börn og efla innra mat í skólunum.

Á fundinum var talsvert rætt um aukið samstarf skólanna eða jafnvel sameiningu þeirra undir eina stjórn og voru skoðanir eðlilega mjög skiptar um síðarnefnda atriðið.

Þá hefur Ingvar hafið fundi með nemendum og mun halda þeim áfram næstu daga – en stefnt er að því að veita öllum nemendum fjögura ára og eldri tækifæri til að leggja til málanna. Nemendur svara spurningum um hvað þau séu ánægð með í skólunum og um óskir sínar.