Deiliskipulag Suðurbær Þórshöfn – Auglýsing tillögu
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti þann 30. janúar 2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir suðurbæinn í Þórshöfn í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vinnslutillaga skipulagsins var kynnt 21. mars til 5. apríl 2024 þar sem óskað var eftir ábendingum frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á skipulaginu m.a. til að koma til móts við þær ábendingar sem bárust á kynningartímanum, sjá umfjöllun í greinargerð skipulagsins undir kaflanum Skipulagsferill.
Skipulagssvæðið er um 29,15 ha og er í samræmi við aðalskipulag Langanesbyggðar. Í tillögunni eru settir fram skilmálar um framtíðaruppbyggingu á svæðinu og eru viðfangsefni meðal annars skilgreining á núverandi og nýjum íbúðarlóðum og lóð undir hótel / gistiaðstöðu. Byggingarreitir eru skilgreindir sem og gatnakerfi, stígar og dvalarsvæði. Innan skipulagssvæðisins er einnig gerð grein fyrir breyttri veglínu Norðausturvegar með sameiginlegum undirgöngum fyrir útivistar- og reiðstíg.
Tillagan er auglýst frá 7. febrúar til og með 24. mars 2025. Með auglýsingunni fylgir húsakönnun fyrir skipulagssvæðið og fornleifaskráning.
Tillagan er aðgengileg hér á heimasíðu Langanesbyggðar og einnig undir málsnúmeri 338/2024 á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, skipulagsgatt.is. Tillagan mun jafnframt liggja frammi til kynningar á skrifstofu Langanesbyggðar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna á skipulagsgatt.is málsnúmer 338/2024. Einnig er hægt að senda athugasemdir á skrifstofu sveitarfélagsins Langanesveg 2, 680 Þórshöfn, eða á netfangið bjorn.sigurdur.larusson@langanesbyggd.is. Athugasemdir skulu vera skriflegar og merktar sendanda. Þær skulu berast í síðasta lagi 24. mars 2025 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri Langanesbyggðar
skipulagstillaga-sudurbaer-thorshofn.pdf
husakonnun-sudurbaer-thorshofn.pdf
fornleifaskraning-sudurbaer-thorshofn.pdf