Fara í efni

Deiliskipulag fyrir skóla og íþróttamiðstöð á Þórhöfn

Fréttir
Sveitarstjórn Langanesbyggðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi. Reiturinn sem deiliskipulagið nær yfir afmarkast af Langanesvegi í vestri, íbúabyggð við Pálmholt í norðri, íbúabyggð við Austurveg í suðri en austurmörk svæðisins fylgja útmörkum fótboltavallar og fyrirhugðu vegstæði tengibrautar skv. Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027. Skipulagssvæðið er um 6.23 ha að stærð.

Sveitarstjórn Langanesbyggðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi. Reiturinn sem deiliskipulagið nær yfir afmarkast af Langanesvegi í vestri, íbúabyggð við Pálmholt í norðri, íbúabyggð við Austurveg í suðri en austurmörk svæðisins fylgja útmörkum fótboltavallar og fyrirhugðu vegstæði tengibrautar skv. Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027. Skipulagssvæðið er um 6.23 ha að stærð.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð er aðgengilegur hér að neðan og  á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn, frá 5. júní til 24. júlí 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.

 

Frestur til að gera athugasemdir rennur út kl. 16:00 fimmtudaginn 24. júlí 2014 og skal athugasemdum skilað skriflega til skrifstofu Langanesbyggðar, Fjarðarveg 3 680 Þórshöfn eða með tölvupósti (sveitarstjori@langanesbyggd.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. 

Tillöguuppdráttinn má nálgast hér. 

Greinargerðina má nálgast hér. 

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. 

Sveitarstjóri Langanesbyggðar